Rannsókanrstöðin að Mógilsá hefur góðfúslega látið klúbbnum í té aðstöðu í einu gróðurhúsa sinna. Þar geta meðlimir sáð og alið trjáplöntur þangað til að þær þola útiveru. Gróðurhúsinu er haldið frostlausu en ekki heitu yfir veturinn þannig að plöntur upplifa vetur án þess að eiga á hættu frostskemmdir. Þeir sem eru með pláss í húsinu deila með sér vökvun vor, sumar og haust en sjá hver á sínu svæði um að reita arfa o.þ.h.

Umsjón gróðurhússins er í höndum félagsins sem hefur skipað starfshóp um það. Ólöf Helga Gunnarsdóttir og Hjalti Harðarson leiða hópinn.

Mestar líkur eru á að hitta fólk að bardúsa eitthvað í gróðurhúsinu á laugardagsmorgnum upp úr kl. 10:00. Þeir meðlimir sem vilja fá aðstöðu í húsinu geta sent skilaboð um það til Ólafar og Hjalta (hjaltiha(hja)gmail.com) en það er biðlisti sem stendur fyrir pláss í húsinu.