Munið Málþing um arboret n.k. fimmtudag 28. júní kl. 13:30: Askja – Náttúrufræðahús
Trjáræktarklúbburinn var stofnaður 9. des. 2004, í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands og Skógræktarfélag Reykjavíkur, og er vettvangur áhugafólks um aukna fjölbreytni trjágróðurs í ræktun hér á landi. Í því skyni stendur klúbburinn fyrir fræðslufundum og skoðanaskiptum auk þessað útvega fræ, plöntur og græðlinga sem meðlimir sjálfir geta ræktað. Stefnt er að því að klúbburinn fái land við Mógilsá þar sem unnið verður að því að koma á fót trjásafni (ARBORET). Slík söfn gætu haft mikilvægu hlutverki að gegna þegar fram í sækir. Sjá.

Klúbburinn pantar sameiginlega fræ til ræktunar. Leitast er við að halda vel utan um skráningu áplöntum svo að hægt sé að fylgjast með vexti þeirra og viðgangi um ókomin ár.

Klúbburinn er ætlaður öllum sem áhuga hafa á að rækta tré og runna og nýtist sérstaklega vel þeim sem hafa landspildu til umráða og ræktunar, t.d. við sumarbústaði.

Meðal plantna ræktaðar á vegum klúbbsins eru tegundir sem hér hafa lítið eða ekkert verið ræktaðar áður hérlendis. Ræktunin gengur misvel – sumt mun mishepnast alveg en annað kemur skemmmtilega á óvart. Þetta er klúbbur fyrir fólk sem er tilbúið að prófa eitthvað nýtt án þess að árangur sé tryggður – klúbbur fyrir ævintýrafólk.

Alls eru nú nær 70 meðlimir í klúbbnum.